top of page

Þingvallavatn 5. júlí 2022

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 5, 2022
  • 1 min read

Vatnskot, Öfugsnáði og Nes og Nautatangi.


Ók eiginkonunni í vinnuna og brenndi síðan austur í Þingvallavatn. Ákvað að kynna mér betur aðstæður í Vatnskoti, Öfugsnáða og Nes og Nautatanga. Ég hef mun meira veitt í landi þjóðgarðsins á austurbakkanum og finnst ég vera farinn að þekkja það svæði nokkuð vel. Samkvæmt veðurspánni átti að vera stillt veður þannig að ég reiknaði með að sjá vel hvernig botnin liggur á þessum svæðum.

Vatnskot

Þegar ég legg bílnum í Vatnskoti er heilmikið líf þar því tjaldbúarnir voru allir að græja sig fyrir ævintýri dagsins. Þegar ég kem niður að vatninu er einn veiðimaður þar fyrir. Hann er búinn að landa einni bleikju sé ég og hún er væn. Ég hef einu sinni áður svo ég muni reynt að veiða þarna og þá fékk ég eina bleikju örlítið austar. Núna varð ég ekki var þann tíma sem ég staldraði við þarna og ekki sá ég að veiðimanninum sem var fyrir gengi betur.


Næst lá leiðin á Öfugsnáða. Þar var einnig veiðimaður fyrir en hann lét sig fljótlega hverfa. Mér sýndist hann vera fisklaus. Ég held að ég hafi tvisvar áður reynt að veiða út af Öfugsnáðanum og í hvorugt skiptið fékkst fiskur.

Nes og Nautatangi

Þriðja stopp var í Nes og Nautatanga. Þar hef ég að ég held veitt tvisvar áður. Í fyrra skiptið fékkst ein bleikja sem Guðrún náði á spún. Þetta svæði finnst mér spennandi og hef hug á að kynna mér það betur. Mér skilst að bleikjan taki að birtast þarna síðsumars þannig að kannski geri ég mér ferð aftur á Nes og Nautatanga í ágúst.

Comments


bottom of page