Þingvallavatn 4. júlí 2019
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 5, 2019
- 1 min read
Murtan er komin aftur

Það var suðaustan vindur þegar ég kom að vatninu eldsnemma um morguninn. Vindurinn var alls ekki eins sterkur og í síðustu ferð þannig að það var auðvelt að koma flugunum þangað sem fiskurinn er. Reyndar væri réttar að að segja, þangað sem ég hélt að fiskurinn væri.
Ég byrjaði í Vatnskoti og var þar einn að veiðum. Ég gat ekki betur séð annað en að ég væri einn að veiðum í öllu vatninu. Veiðimenn er greinilega orðnir svo góðu vanir að þeir fara ekki lengur út nema sól skíni í heiði! Þann fjórða júlí var ágætis veður en dumbungur.
Eftir nokkra stund gafst ég upp á Vatnskoti og færði mig yfir á Öfugsnáða. Þar tók það mig nokkra stund að átta mig á hvar Öfugsnáðinn væri. Ég hef, held ég, aðeins tvisvar reynt að veiða af Öfugsnáða og engan fenginn hefi ég fisk. Nei, því lýg ég því murta er líka fiskur. Þeim náði ég nokkrum. Í fyrra veiddi ég enga murtu og þótti mér það áhyggjuefni. Velti því fyrir mér hvort urriðinn væri svo liðmargur orðinn að hann væri að ganga frá murtunni og væri ábyrgur fyrir fækkun en stækkun kuðungableikjunnar. Murtuaflinn var eini aflinn í þessari ferð. Sagði þetta gott um hádegisbil og hlustaði á hádegisfréttirnar á leiðinni heim.

Comments