Þingvallavatn 30. júní 2011
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jun 30, 2011
- 1 min read
Enginn var fiskurinn en náði myndum.

Önnur veiðiferð sumarsins var heldur notalegri en sú fyrsta. Í það minnsta þá snjóaði ekki á mig í þessari ferð. Þó það nú væri því nú er sumarið komið í algleymi. Veiðin var samt ekkert betri því aftur fór ég fisklaus heim. Veðrið var samt einstaklega fallegt. Þegar enginn finnst fiskurinn má fara að veiða myndir. Á myndinni er gamla fluguhjólið mitt sem ég skemmdi með vanhirðu. Hjólið steinninn og stöngin ramma Hengilinn skemmtilega inn.
Comments