Þingvallavatn 3. júlí 2015
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 4, 2015
- 1 min read
Náði bara ljósmynum.

Fyrri hluti mánaðarins var fádæma kaldur og landið var ekki farið að bera lit af sumri þegar við flugum af landi brott til Andalúsíu á Spáni þann sextánda júní. Þegar við komum heim fjórtán dögum síðar var annar bragur á landinu okkar. Sumarið var komið.
Þar sem ég stóð í stafalogni við vatnið og dáðist af útsýninu hugsaði ég með mér að ekkert sem ég sá á Spáni kemst nálægt stórfengleik Þingvallavatns. Við félagarnir hófum leik sunnan við Arnarfellið. Fljótlega tók lítil bleikja hjá félaga mínum en ég varð ekkert var fyrir utan murturnar tvær. Lítið líf var við Arnarfellið svo við færðum okkur norður fyrir og tókum nokkur köst við Nautatanga. Þar tók þriðja murtan en bleikjan var söm við sig og lét okkur alveg í friði. Það var alveg sama hvað við reyndum, ekkert gekk upp nema kannski ljósmyndunin. Náði nokkrum ágætum myndum.

Comments