Þingvallavatn 4. ágúst 2017
- Þorkell Daníel Jónsson
- Aug 5, 2017
- 1 min read
550 þúsund kuðungableikjur og 23 milljónir murta og engin tók.

Stundum fer maður í veiðitúr og þykir fátt vert til frásagnar þegar heim er komið. Þetta á við um ferð okkar hjónanna í Þingvallavatn á föstudaginn var. Sennilega er ástæðan vonbrigði yfir gæftarleysinu en auðvitað er alltaf frá einhverju að segja.
Arnarfellið sátu þar tveir eldri menn á spjalli við þann þriðja. Þeir höfðu greinilega gert ágæta ferð í vatnið því nokkrar voru þeir með bleikjurnar. Við byrjuðum á því að kasta þar sem ég fékk bleikjurnar sjö í júní en ekkert gekk. Við ákváðum þá að ganga suður með vatninu í átt að Mjóanesi og veiða hér og þar á leiðinni til baka. Ég hef tvisvar rölt þarna út eftir en konan aldrei.
Í Þingvallavatni synda 550 þúsund kuðungableikjur en engin þeirra hljóp á agnið sem við lögðum fyrir þær. Í vatninu synda 23 milljónir murta. Þær voru áhugasamari og voru stöðugt að eiga við fluguna. Aðeins einn silungur fer í matarkistuna hjá okkur að lokinni þessari veiðiferð. Það er urriðagrey sem tók spúninn hjá eiginkonunni og náði hann ekki pundinu.
Comments