top of page

Þingvallavatn 19. júní 2017

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jun 19, 2017
  • 1 min read

Updated: Jun 23, 2022

Veiðigyðjan var með öðrum en mér.


Vinnudegi var að ljúka á mánudegi. Ég leit út um gluggann og sá trén á Álfhólnum baða sig í sólinni. Laufblöðin bærðust mjúklega í mildri suðaustanáttinni og börnum sem voru að leik á hólnum var greinilega hlýtt. Hjá mér blossaði upp óviðráðanleg löngun til að skjótast til veiða í Þingvallavatni. Ég hringdi í félaga minn sem var til í tuskið og klukkustund síðar vorum við lagðir af stað.


Vatnsvíkin freistaði okkar í þetta sinn enda höfðum við heyrt um að þar væru ágætis veiðistaðir. Af einhverjum ástæðum hafði hvorugur okkar veitt í víkinni þrátt fyrir margar ferðir í vatnið. Það fór samt svo að Vatnsvíkin bíður okkar enn um sinn því við guggnuðum á veiði þar. Báðir vorum við með léttan búnað og sauðaustanáttin sem var mun sterkari á Þingvöllum en í bænum fældi okkur frá. Þess í stað gengum við niður að vatninu miðja vegu á milli Hlíðarkróks og Arnarfellsins.


Fyrstu flugurnar settust á vatnið um sjöleitið. Krókurinn varð fyrir valinu hjá félaga mínum enn ég valdi pheasant tail. Ég sá að veiðifélaginn var að fiska á grynnra vatni en ég því hann festi ítrekað í botni. Eftir nokkur köst var það samt ekki botninn sem reif í stöngina hjá honum heldur myndarleg kuðungableikja. Hann náði að landa henni Hann náði síðan að landa þremur bleikjum til viðbótar. Á meðan skipti ég um flugur í gríð og erg og tapaði þeim nokkrum. Náði einungis að setja í eitt stykki murtu en svona er þetta stundum.


Þegar við héldum heim hálftíma fyrir miðnætti var þvílík rjómablíða skollin á og tíu stiga hiti.



Comentários


bottom of page