top of page

Þingvallavatn 17. júní 2012

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jun 17, 2012
  • 1 min read

Skildi flotlínuna eftir í bílnum!

 

Fyrsta veiðiferðin í Þingvallavatn sumarið 2012 var mér í meira lagi lærdómsrík. Lærdóminn dreg ég af þeim mistökum sem ég gerði í upphafi og ollu því að ég fékk einungis eina smábleikju á meðan veiðifélagi minn mokaði upp bleikjunni.

Ég hafði frétt af veiðistað í vatninu þar sem ég fékk fisk í fyrra. Mig langaði að sýna veiðifélaga mínum staðinn og fékk hann með mér í vatnið á sunnudaginn var. Venjulega tek ég með mér báðar spólurnar á veiðistað sem fylgja fluguhjólinu mínu. Á annari spólunni er flotlína en á hinni glær hægsökkvandi lína. Í þetta sinnið tók ég einungis glæru hægsökkvandi línuna en skilidi hina eftir í bílnum. Það hefði ég betur ekki gert.


Þegar við komum á veiðistað fær félagi minn fljótlega fisk. Ágæta kuðungableikju en ég fæ ekkert. Stuttu síðar fær hann aðra og ég ekkert. Síðan fær hann þá þriðju sem er sæmilega stór en ég ekkert. Nú fóru að renna á mig tvær grímur því við gátum ekki séð að það væri neinn munur á hvernig við bárum okkur að við veiðina. Við köstuðum á nákvæmlega sama stað, létum sökkva og drógum hægt inn. Svona gekk þetta áfram þar til hann var búinn að landa níu fallegum bleikjum.


コメント


bottom of page