Þingvallavatn 17. júlí 2011
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 17, 2011
- 1 min read
Nýr veiðistaður?


Því betur sem maður þekkir veiðivatn því meiri líkur eru á afla. Það segir sig sjálft því silungurinn sækir á þær slóðir þar sem hann finnur æti. Veiðimaður sem ætlar að setja í fisk þarf einnig að finna þessar ætislóðir silungsins. Þekking á þeim kemur með æfingunni. Ég hef gjarnan kastað í víkina við trén og af malarbakkanum þar fyrir handan. Ég held að þessar slóðir séu ekkert sérstaklega líklegar. Að minnsta kosti er árangurinn ekki beisinn.
Í einhverri ferðinni hitti ég veiðimann sem benti mér á stein einn á austurbakkanum og sagði að þar væri sinn uppáhaldsstaður. Ég hafði ekki veitt þar en ákvað að gera það nú. Ég get ekki sagt að ég hafi lent í miklum fiski þar en á náði þó einni fallegri bleikju.
댓글