Úlfljótsvatn 15. júní 2014
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jun 15, 2014
- 1 min read
Vöðlurnar gleymdust.

Rétt sunnan við Þingvallavatn er vatn eitt kennti við Úlfljót, fyrsta lögsögumanninn á Íslandi. Vatnið er rétt sunnan við Þingvallavatn og þangað héldum við hjónin um helgina.
Sumum veiðiferðum vildi maður helst sleppa að segja frá. Sérstaklega ef það eina sem er í frásögur færandi er eigin klaufaskapur.Við hjónin vorum ein heima um helgina. Laugardaginn nýttum við til ýmissa verka í garðinum en á sunnudeginum verðlaunuðum við okkur fyrir dugnaðinn með því að aka austur í Úlfljótsvatn.
Við höfum aldrei veitt í Úlfljótsvatni svo við gáfum okkur dágóðan tíma til að skoða okkur um í kringum vatnið. Vorum að reyna að átta okkur á hvar vænlegt væri að stoppa til að veiða. Loksins fundum við vænlegan stað. Þegar opna skottið á bílnum sé ég strax að eitthvað er ekki eins og það átti að vera.
Vöðlurnar mínar og vöðlujakkinn héngu til þerris heima í skúr. Ég varð sem sagt að veiða af bakkanum. Skemmst er frá því að segja að engan fundumvið fiskinn.
Comentarios