top of page

Ónefnd á 28. júlí 2011

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 28, 2011
  • 1 min read

Laxinn mættur en liðfár.

 

Laxinn mætir seint í ána sem ekki má nefna. Þess vegna var ég ekkert sérstaklega bjartsýnn á að röltið sem ég fór með svila mínum upp með ánni myndi skila miklu. Það var enn júlí þannig að laxinn var örugglega liðfár í ánni ef einhverjir voru þá mættir. Við röltum upp með ánni og í hyl tvö eða þrjú ofanfrá náði svili minn að setja í um það bil sex punda lax. Það reyndist vera eina taka ferðarinnar.

Kommentit


bottom of page