top of page

Ónefnd á 24. júlí 2014

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 24, 2014
  • 2 min read

Er laxinn mættur svona snemma?

 

Hér verður ekki gengið lengra því fossin er hvorki gengur löxum né mönnum. Þá er rétt að setjast niður. Fá sér kleinu og gera sig kláran fyrir leitina að laxinum.

Örlítið neðan við veiðistaðina í gljúfrinu eru tveir hyljir hver ofan í öðrum. Þarna er oft fiskur, sérstaklega í neðri hylnum. Ég renni færi í efri hylinn og verð ekki var. Frúin rennir síðan í neðri hylinn en á meðan sit ég uppi á bakka og sýsla með stillingar á myndavélinni. Þegar ég beini henni að veiðimanninum horfir hann bara með örvæntingarsvip í linsuna og er að hnýta nýjan öngul á línuna. Fullyrðir að lax hafi tekið, hreinsað sig upp úr vatninu og slitið. Veiðimaðurinn er einn um upplifunina af þessari töku. Eftir að hafa reynt árangurslaust við laxinn eða laxana í þessum hyl ákváðum við að reyna í tveimur hyljum til viðbótar og halda síðan heim á leið. Það var orðið áliðið og framundan nokkuð löng ganga niður dalinn og langur næturakstur í Brautarlæk.


þessum hyl tók fiskur og sleit. Það hefði verið gaman að glíma við að landa fiski þarna því aðstæður eru ekki alveg þær bestu.

Karlinn nokkuð sáttur því betri er lítll fiskur en tómur diskur. Skömmu síðar tók annar smálax.

Eiginkonan sló karlinum síðan við og landaði þessum fallega fiski.

Þessir tveir hyljir eru ólíkir þeim sem ofar eru í ánni, grynnri og breiðari og straumur hægari. Dæmigerðir bleikjuhylir myndi ég segja enda voru þeir óðöl bleikjunnar þegar hún var liðfleiri í ánni. Í dag virðist laxinn eiga þetta allt. Fyrir rúmum áratug síðan röltum við hjónin með flugustöng í neðri hylinn og komum heim með níu bleikjur eftir skamman tíma. Svona veiði verður vart gerð í ánni í dag.


Við vorum eiginlega búin að sætta okkur við veiðileysið þegar við komum að efri hylnum. Ég henti agninu niður fyrir hylinn alveg niður á brotið þar sem vatnið rennur úr hylnum. Um leið og ég byrja að draga sé ég boða myndast á vatninu og lax er á. Reyndar hélt ég fyrst að þetta væri bleikja en lax var það. Eiginkonan var næst og fljótlega setur hún í lax. Hann var heldur stærri þannig að það þurfti aðeins að þreyta hann áður en honum var landað. Frúin ákveður að bakka með hann á land en stígur þá í drulludý, nóg var af þeim eftir rigningarnar, og fellur á afturendann í dýið. Þrátt fyrir fallið kom laxinn á land, 6 punda hrygna. Í þriðja sinn er kastað og þá tekur þriðji laxinn. Sá var aðeins tvö og hálft pund, hinn var fjögur pund. Ekki góð meðalvigt en við vorum sátt. Slepptum síðasta hylnum og héldum heim.

ความคิดเห็น


bottom of page