top of page

Vatnsdalsvatn 8. ágúst 2011

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 8, 2011
  • 1 min read

Fengum eina af smæstu gerð.

 

Við heimsóttum gamlar heimaslóðir mínar á Tálknafirði í byrjun ágúst og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og prófuðum að veiða eitthvað í ferðinni. Þessa vikuna var veðrið með eindæmum gott. Inn af Vatnsfirði á Barðaströndinni er Vatnsdalsvatn. Þetta vatn er frekar mikið vatn og geymir stóra fiska. Algengast er þó að veiða 1. – 3. punda fiska.Við ókum inn með vatninu vestan megin alveg inn að ánni sem rennur niður Vatnsdalinn og í vatnið. Við vorum nú ekki lengi að reyna veiðina enda með unga veiðikonu með í för sem er kannski ekkert allt of spennt fyrir þeim rólegheitum sem okkur var boðið upp á. Náðum þó einni bleikju af smæstu gerð.


Comments


bottom of page