Skriðuvatn og Haugatjarnir 7. júlí 2016
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 9, 2016
- 1 min read
Það mátti reyna.

Frá fyrsta til áttunda júlí dvöldumst við hjónin ásamt Lilju dóttur okkar, Jennu systur og móður minni í sumarhúsi á vegum Eflingar að Einarsstöðum á Fljótsdalshéraði. Allt um kring voru áhugaverðir möguleikar til veiði. Við ákváðum samt að takmarka veiðiferðir við vötn innan veiðikortsins því auðvitað var margt annað sem okkur langaði að skoða. Við erum ekki á hverjum degi stödd á hinum enda landsins.
Vötnin sem veiðikortið býður upp á í grennd við Einarsstaði eru Skriðuvatn, Haugatjarnir og Urriðavatn. Skriðuvatn þótti okkur áhugaverðast þannig að þangað fórum við sunnudagskvöldið þriðja júlí. Skriðuvatn er við þjóðveg eitt rétt áður en ökumenn velja hvort þeir ætli á Breiðdalsheiðina eða yfir Öxi. Vatnið er um það bil einn ferkílómeter að stærð og ku fóstra stóra urriða í bland við aðra smærri og bleikju. Okkur sýndist vatnið dýpra að norðanverðu þannig að við héldum okkur þar þessa tvo klukkutíma sem við gáfum okkur í veiðina í vatninu. Skemmst er frá því að segja að árangur var enginn.


Comments