top of page

Shape Of My Heart

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Apr 4, 2015
  • 2 min read

Updated: Aug 6, 2023

Lag; Dominique Miller og Sting Texti: Sting


Lagið Shape of my heart er tíunda lagið á fjórðu sólóplötu Sting, Ten summerone tales. Sting samdi lagið í félagi við Dominique Miller sem hefur spilað með Sting á yfir þúsund tónleikum frá árinu 1990. Textan á Sting einn.


Innihaldsríkur textinn fjallar um afleiðingar þess að fela persónu sína og tilfinningar á bak við grímu sem aldrei er felld. Í heimi pókerspilarans skilar slíkt árangri en í mannlegum samskiptum lenda menn í slæmum málum viðhafi þeir slíkt framferði. Sing teflir fram fullkomnum andstæðum til að sína fram á þetta. Andlitslausum pókerspilaranum og elskhuga. Frábær texti að mínu viti.


Ég spila lagið þannig að ég plokka undirspilið í erindunum en slæ hljómana í viðlaginu, I know that the spades …….. Sem forspil plokka ég undirspilið í erindunum einu sinni áður en ég byrja að syngja. Í myndbandinu hér fyrir neðan spilar Miller laglínuna á b strenginn en stundum spilar hann hana á g stengnum eins og í upphaflegu upptökunni á laginu. Síðan er hægt að spila hana á e strengnum sem væri auðvitað einfaldast. Ef smellt er á myndina hér til hliðar á pdf skjal að opnast með hljómunum við lagið og nótusetningu þar sem laglínan er spiluð á b streng.


Ef menn eru ekki því liprari getur tekið dálítinn tíma að ná teygjunni í griphendinni. Taktur eitt, níu og ellefu kalla á yfirteygju en með þolinmæðina að vopni tekst þetta. Taktur ellefu er erfiðastur því þar þarf langatöng að hamra á H nótuna á fjórða bandi á þriðja streng á meðan vísifingur heldur við A nótuna á öðrum streng. Það getur tekið tíma til að fá H – ið til að hljóma almennilega. Það er mikilvægt að síðasta nótan í hverjum takti fái að hljóma nógu lengi og því skyldi gæta þess að flíta sér ekki um of að skipta um grip. Við viljum gott flæði í tónlistina en ekki staccato tilfinningu í flutninginn.




Commentaires


bottom of page