Selá í Steingrímsfirði 29. og 30. ágúst 2012
- Þorkell Daníel Jónsson
- Aug 31, 2012
- 1 min read
Ekki gengur vel hjá okkur Magga að finna fisk.


Þrátt fyrir að Maggi mágur sé áhugamaður um fluguveiði þá höfum við af ekki veitt oft saman. Mig langaði þó að kynna Selá í Steingrímsfirði fyrir honum því ég hef átta ansi skemmtilegar stundir í ánni. Maggi var til í slaginn og rétt fyrir mánaðamótin ókum við norður og létum á reyna hvort einhver fengist fiskurinn. Okkur hefur af einhverjum ástæðum ekki gengið vel í þau fáu skipti sem við höfum veitt saman. Það reyndist vera tilfellið í þetta skiptið einnig. Við urðum satt best að segja ekki varir við einn einasta fisk. Hvorki lax né bleikju. Maggi var samt eins og venjulega jákvæður og leist vel á ána. Við verðum að láta reyna á þetta aftur síðar.

Comments