top of page

Selá í Steingrímsfirði 29. og 30. ágúst 2012

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 31, 2012
  • 1 min read

Ekki gengur vel hjá okkur Magga að finna fisk.

 



Maggi reynir fyrir sér í Þjóðbrókargili.

Þrátt fyrir að Maggi mágur sé áhugamaður um fluguveiði þá höfum við af ekki veitt oft saman. Mig langaði þó að kynna Selá í Steingrímsfirði fyrir honum því ég hef átta ansi skemmtilegar stundir í ánni. Maggi var til í slaginn og rétt fyrir mánaðamótin ókum við norður og létum á reyna hvort einhver fengist fiskurinn. Okkur hefur af einhverjum ástæðum ekki gengið vel í þau fáu skipti sem við höfum veitt saman. Það reyndist vera tilfellið í þetta skiptið einnig. Við urðum satt best að segja ekki varir við einn einasta fisk. Hvorki lax né bleikju. Maggi var samt eins og venjulega jákvæður og leist vel á ána. Við verðum að láta reyna á þetta aftur síðar.










Selhylur er rétt neðan við bústaðinn hann Sigga Hólm.



Comments


bottom of page