top of page

Selá í Steingrímsfirði 1. sept. 2011

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Sep 1, 2011
  • 1 min read

Núna sáum við bleikju.

 



Um mánaðamótin ágúst, september fórum við hjónin saman í Selá í Steingrímsfirði. Veiðin hefur gengið misjafnlega hjá okkur undanfarin ár en hún hefur stundum komið okkur á óvart. Við vorum ekki mikið í fiski en ekki vorum við alveg fisklaus. Á meðan Guðrún veiddi meðfram háum grasbakka gekk ég aðeins neðar og þar landaði ég fyrstu bleikjunni úr þessari margfrægu bleikjuá.


Á meðan stóð Guðrún í stórræðum því lax tók hjá henni við grasbakkann. Bakkinn var mjög svo hár þannig að það var engin leið að landa laxinum nema með því að teyma hann langa leið niður með bakkanum en það kom nú ekki til þess. Laxinn flækkti girninu í grasbarð sem hafði fallið í ána og sleit.


Neðst í ánni sáum við fullt af sjóbleikju. Við reyndum mikið til að fá hana til að taka en það virtist vera alveg vonlaust. Þessa bleikju hefði svo sannarlega verið gaman ná á land. Heim fórum við með eina punds bleikju og sögu af laxi sem sleit.

Comments


bottom of page