Mazurka í g moll
- Þorkell Daníel Jónsson
- May 26, 2018
- 1 min read
Composer: Frederic Chopin

Mazurka í g-moll er eitt af síðustu verkum Frederic Chopin. Að öllum líkindum samið veturinn 1848 eða vorið 1849 skömmu eftir síðasta Parísarkonsert hans og tónleikaferð til Englands og Skotlands. Hugur Chopins var frekar þungur á þessum tíma eins og setning í bréfi sem hann sendi Wojciech Gzymala á meðan tónleikaferðinni stóð. ,,Það er eins og veröldin hafi einhvern vegin farið fram hjá mér. Hvað varð um listsköpun mína á meðan og í hvað sólundaði ég hjarta mínu?“
Þessi tónsmíð Chopins er einföld og alls ekki flókin að spila. Lagið byrjar á hreinni og tærri laglínu sem er frekar glaðleg. Síðan tekur við örlítið hrárri kafli með ekki eins afgerandi laglínu. Þeim kafla fylgir afskaplega ljúf lágstemmd laglína sem leiðir síðan í sama stef og lagið byrjaði á. Þótt lagið virki frekar glaðlegt finnst manni einhvern veginn að undirtónninn í því sé frekar dapur. Ef til vill er það bara vegna þess að maður veit hvert hugarástand Chopins var á þessum tíma.
Einfaldleiki Mazurka í g-moll er dæmigerður fyrir síðustu tónsmíðar Chopins en undir lokin réð einfaldleikinn ríkjum í tónsmíðum hans. Þetta lag er síðasta lagið sem dóttir mín spilaði eftir leiðsögn Önnu Málfríðar píanókennara við Tónskóla Sigursveins. Anna Málfríður hefur kennt henni undanfarin átta ár og reyndist Lilju vel. Var alltaf hvetjandi og þolinmóð.
Hér fyrir neðan spilar Lilja Mazurka í g-moll eftir Chopin á vortónleikum Tónskóla Sigursveins í Fella- og Hólakirkju.
Comments