top of page

Hítarvatn 24. júní 2005

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jun 25, 2005
  • 1 min read

Passið ykkur á fuglunum.


Veiðin í fyrra gaf heldur betur tilefni til að heimsækja Hítarvatn aftur. Það gerðum við og að þessu sinni kom sá meðlimur Smíðaklúbbsins Granda með sem engan áhuga hefur á veiði. Að þessu sinni var veiðin þokkaleg en ekki samt sama brjálæðið og í fyrra. Ég náði að landa fimmtán silungum. Veðrið var ágæt en það var ekki hlýtt. Fyrir þann meðlim klúbbsins sem var nýlentur eftir ferð til Portúgal var þetta bara barningur og vosbúð. Annars hefur bæði maí og júní verið sérlega kaldir í ár.


Það sem situr eftir í ferðinni er ágangur skúmsins og hrafnsins. Einn félaganna hafði ekki gætt að sér þegar hann lagðist til hvílu að kvöldi fyrsta dags og gekk ekki nógu vel frá aflanum. Hrafninn komst í fiskinn og var búinn að eyðileggja allan afla fyrsta dagsins. Seinni daginn þegar við komum að veiðistöngunum eftir miðdagspásu finnum við ekki eina stöngina. Sjáum þó eftir smá stund að hún var komin yfir Suðurdalsá og var á ferð í austuráttu. Það var ekkert annað að gera en að hlaupa hana uppi. Skýringin á ferðum veiðistangarinnar var heldur nöturleg því kjói hafi komist í hana og var fastur í önglinum. Hann var losaður og veiðum haldið áfram en sennilega hefur þetta orðið fuglsgreyinu að aldurtila.



Comments


bottom of page