top of page

Hreðavatn 12. júlí 2015

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 12, 2015
  • 1 min read

Fyrstu fluguköstin

 

Við Ingibjörg Lilja fórum í Hreðavatn í eftirmiðdaginn á föstudaginn var. Tilgangurinn var að byrja að kenna henni að kasta flugu. Aðstæður voru ekki beinlínis hagstæðar því leiðindarok var eins og hefur verið alla vikuna.


Eins og við var að búast voru köstin ekki glæsileg en stelpan stóð sig samt vel. Var farin að koma flugunni nokkra metra út í vatnið. Gaman hefði verið ef hún hefði fengið fisk en það gerðist nú ekki. Ekki á fluguna en eftir flugukastsæfinguna skipti hún yfir í spún og landaði þremur smáum urriðum. Pabbi hennar landaði einum urriða á Krókinn.

תגובות


bottom of page