top of page

Hraunsfjörður í júlí 2006

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 14, 2006
  • 1 min read

Veitt í hrauninu.

 


Í fyrra veiddum við fallega sjóbleikju fyrir miðju vatni frá vesturbakkanum. Núna ákváðum við að veiða í hrauninu. Ókum því í gegnum Berserkjahraun inn að Þórsá. Þar lögðum við bílnum og gengum meðfram ánni niður að víkinni sem áin fellur í. Víkina veiddum við að sunnanverðu. Við náðum að setja í og landa nokkrum sjóbleikjum en þær voru ekki stórar.


Í þessari ferð lenti ég í því sem stundum hendi. Ég sæki flugustöngina og byrja að kasta. Fann um leið að stöngin hagaði sér ekki eðlilega. Það var svo sem ekkert undarlegt því toppurinn var brotinn. Eldri dóttirinn hafði stigið á stöngina og brotið toppinn. Hún varð svo skelkuð að hún þorði ekki að segja pabba sínum frá óhappinu. Svona gerist og ekkert er við því að gera.

Comments


bottom of page