top of page

Heiðarvatnið 21. ágúst 2010

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 23, 2010
  • 1 min read

Veiði, bláberjatínsla og sultugerð.

 

Myndataka áður en lagt er í hann.

Veiðiferð í Heiðarvatnið okkar er ekki eini boðberi haustsins hjá fjölskyldunni. Yfirleitt erum við einnig að tína ber og sulta á sama tíma. Það bættist ágætlega í matarforðabúr okkar fyrir veturinn helgina 20. – 22. ágúst. Þá heimsóttum við heiðarvatnið okkar og kræktum í þrjá urriða sem síðan voru flakaðir og frystir.


Það var einnig ágætis berjaspretta þannig að við náðum einnig að tína bláber sem dugðu í sultugerð fyrir veturinn. Ekki var það amalegt.






Comments


bottom of page