top of page

Heiðarvatnið 18. ágúst 2012

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 19, 2012
  • 1 min read

Hornsíli og brunnklukkur.

 

Að sjálfsögðu var farin ein veiðferð í Heiðarvatnið í ár en þessi veiðiferð var ólík öðrum en ekki síður ánægjuleg. Fengurinn var heldur smærri en venjulega má búast við en hann var ekki síður spennandi. Þetta helgaðist af því að ég var í engu standi til að kasta flugu. Öxlin frosin svo illa að ég gat ekki hreyft höndina nokkurn hlut. Ég á tíma á verkstæði í Orkuhúsinu eftir helgina þannig að vonandi verður þessu kippt í liðinn. Þrátt fyrir þessi ósköp bjó fjölskyldan sig út til ferðar í Heiðarvatnið einn fallegan laugardag um miðjan ágúst.


Sú litla hafði háfinn með sér og glærar dollur og veiddi hornsíli og brunnklukkur af miklum móð. Að veiði lokinni var sest að snæðingi og við nutum þess á þessum fallega degi að finna vindinn leika um okkur.




Comments


bottom of page