top of page

Heiðarvatnið 16. ágúst 2008

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Aug 16, 2008
  • 1 min read

Eru aðalbláberin enn á sínum stað?

 

Berjablá eftir berjatínslu í aðalbláberjabrekkunni.

Halli tengdapabbi sagði alltaf að það þýddi ekkert að reyna að veiða í Heiðarvatninu fyrr en það færi að dimma að nótt. Ég veit nú ekki hvort það sé rétt en ákvað að veiða frá miðjum degi og fram í myrkur einn laugardaginn. Eiginkonan hafði önnur áform því nú ætlaði hún að tína ber og sulta fyrir veturinn. Venjulega tínum við bara í kringum kofann okkur og það dugir. Núna vildi hún hins vegar vitja brekku einnar við Heiðarvatnið þar sem hún vissi að hægt væri að ná í bláber eftir sumar þegar veður var berjunum hagstætt. Þess vegna ákvað hún að koma með upp að Heiðarvatninu og draga dætur okkar og móður mína með. Það reyndist rétt hjá henni að berin uxu enn í brekkunni rétt eins og þegar hún bjó í þessari sveit.


Berjatínslunni nennti ég ekki því mín áform voru að sækja fisk í vatnið. Konurnar tíndu síðan sem þær þurftu og skildu mig eftir við vatnið þegar þær héldu heim. Veiðin var ágæt því þegar ég kom niður af heiðinni var ég með þrjá urriða í bakpokanum.






Comments


bottom of page