top of page

Fáskrúð 16. júlí 2007

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Jul 17, 2007
  • 1 min read

Alltof bjart og allt of lítið vatn.

 

Það er sjaldgæft að ég fari í betri laxveiðiár en mágur minn og systir buðu okkur Guðrúnu að koma og vera með þeim veiðidaga sem þau áttu í Fráskrúð í Dölum. Veiðiveðrið var ekki hagstætt því það var glampandi sól og lítið vatn í ánni. Enda urðum við sáralítið vör við fisk. Sáum einn myndarlegan lax í einum hylnum en að ætla að fá hann til að taka var algerlega vonlaust. Sennilega hefur hann verið aðframkominn af súrefnisskorti.


Einhvern vegin fannst manni ósinn vera líklegastur. Þar var í það minnst nóg vatn þannig að við reyndum að kasta í hann á aðfallinu. Þar urðum við ekki varir við neitt nema sel sem var að veiðum þarna í ósnum. Það verður nú að teljast grátbroslegt og til merkis um vonleysið að í stað þess að ljúka síðustu vaktinni í ánum fórum við í Ljárskógavötn. Systir sem hefur nákvæmlega engan áhuga á veiði veður beinustu leið út í, kastar og fær fisk.



コメント


bottom of page