top of page

Brautarlækjarannáll 2006

  • Þorkell Daníel Jónsson
  • Sep 10, 2006
  • 3 min read

Birkitré fært 28. - 30. apríl 2006


Við sáum fyrir okkur að birkitrén myndu þrengja að gönguleiðinni meðfram pallinum. Þess vegna réðumst við í að færa það suður fyrir húsið og nær læknum þar sem jarðaberjareiturinn var í gamla daga. Ingþór kom með sjónvarp í hús frá Hvammi.

Vatnið var tengt. Skildum ofnana eftir á stillingunni tveir til að hafa einhvern yl þegar við komum næst.


Veðrið var þurrt og fallegt á föstudagskvöldinu þegar við komum og hiti um sjö gráður. Á laugardeginum gerði slagveðursrigningu sem stóð fram undir fjögur en eftir það var veðrið nokkuð gott. Á laugardeginum var þurrt og hiti um átta gráður en fór klólnandi. Við brottför um fimmleitið var hitinn fallinn í fimm gráður.



Engir lyklar 12. - 14. maí 2006



Mikið blessuðum við í þessari ferð þá ráðstöfun að semja við Hólsfólkið um að geyma fyrir okkur lykil að Brautarlæk. Við gripum nefnilega í tómt þegar við ætluðum að lykla okkur inn í húsið. Lyklarnir gleymdust fyrir sunnan. Svona atviki hefur blessaður lykillinn beðið eftir í eldhússkápnum á Hóli í 27 ár.


Skógarþröstur hefur byggt sér hreiður ofan á útidyraljósinu ofan við útidyrnar. Hann þarf engan lykil. Við færðum hreiðrið hans í næsta grenitré. Vonandi sættir hann sig við það og heldur áfram að sinna ungum sínum. Skruppum í smávegist útivist inn með Hreðavatni. Frábært útsýni er af palli skógarvarðarbústaðsins inn í vesturenda vatnsins.


Áburðargjöf 2. - 4. júní 2006

Hittum Imbu, Kristján og syni í Borgarnesi. Lilja fór síðan með þeim í Brautarlæk. Við Guðrún fórum að Lambhaga í Leirársveit í fertugsafmæli. Fórum síðan aftur í Brautarlæk og áttum þar góða helgi.


Við Kristján bárum 80 til 90 kg af áburði á trén. Annars var tíminn nýttur í spjall og að sinna börnum.


Veðrið var ágætt. Hiti 8 – 12 gráður og steig í 16 gráður í sólinni. Rok á stundum.


Sumarið í algleymi 27. - 29. júní 2006


Í Brautarlæk dvöldu Halli og Sigurbjörg og systurnar ásamt börnum. Sumarið er í algleymi.



Þakmálun, Strandir og Dalir 6. - 18. júní 2006



Framan af dvöl hefur verið kalt. Hiti hefur vart náð tveggja stafa tölu. Hitinn steig þó aðeins þann tíunda. Máluðum þakið með mógrænni Þol þakmálningu úr Byko. Fjórir lítrar dugðu til að þekja eina umferð. Tókum einnig til í verkfæraskápnum og sniðum auka hillu úr gömlum rúmfjölum í hann.


Í gær veiddust þrír laxar í beit í Snagafitinni og veiðimenn hafa öðru hvoru reynt þar í dag. Slógum með nýja sláttuorfinu og settum óblandað bensín á svarta brúsann.



Hittum Gunnar í Króki og forvitnuðumst um skógræktina hjá honum. Hann hefur afmarkað svæði til skógræktar frá Leiðarlæk út að landamerkjagirðingu og upp að borgunum. Samtals eru þetta 114 hektarar. Hann hefur sett tuttugu þúsund plöntur niður á hverju ári að minnsta kosti síðustu þrjú ár. Í ár er hann búinn að setja tíu þúsund plöntur niður og setur aðrar tíuþúsund í ágúst.


Við fórum í smá ferðalag norður á Strandir. Tjölduðum eina nótt í Norðurfirði, skoðuðum galdrasýninguna og fleira. Dísa, Inga Dís og Arnór voru með okkur á laugardag og sunnudag. Síðan var ekið í Dalina og Reykjadalslaug skoðuð. Hún var full af volgu vatni. Fórum inn að Laugum í sund þar. Ég fór tvisvar í Fiskivatn og varð ekki var. Dísa kom með tvær rifsplöntur sem settar voru niður neðan við bústaðinn.


Rúðuskipti 5. - 9. ágúst 2006

Í dag er átján gráðu hiti í skugganum og sól. Skiptum um rúðu í norðvesturglugganum. Stærð rúðu 97 x 67 cm og þykktin er tólf millimetrar. Keypt í Glerskálanum Smiðjuvegi 42 í Kópavogi. Máluðum eina umferð yfir listana og bárum eina umferð af Pinotex viðarvörn á dekki á pallinum og brúna. Það var músahreiður í grillinu. Pabbi, Helga og Atli litu við.



Sumarvöxtur trjáa lítill 2. - 3. september 2006



Sumarvöxtur trjánna er lítill. Það segir okkur hversu mikilvægt vorið er fyrir vöxt og viðgang gróðursins. Kuldar vorsins og reyndar kuldarnir alveg fram í miðjan júlí hafa haft slæm áhrif. Núna er hins vegar björt sól á himni og ægifagrir blómaknúbbar rósarinnar vestan við pallinn springa nú út hver á fætur öðrum.


Comments


bottom of page