Baulárvallarvatn 31. júlí 2009
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 31, 2009
- 1 min read
Veitt undir Vatnafelli

Fjölskyldan var einu sinni sem oftar við veiðar í Bakkaá og Gríshólsá og lítið að gerast svo við fórum góðviðrisdag í Baulárvallarvatn. Þar var sagan sú sama. Ekkert að gerast enda vorum við svo sem þarna yfir hádaginn og sennilega er það ekki besti veiðitíminní vatninu og ætli það sé ekki betra að veiða í Baulárvallarvatni þegar dimma tekur að nótt. Í ördeiðunni velti maður fyrir sér hvurs slags búskapur hafi verið á bænum Baulárvöllum sem þarna var og fór í eyði árið 1868. Sagan segir að í vatninu hafi búið skrímsli sem tók niður hluta bæjarins nótt eina árið 1838. Trúi hver sem vill þessari sögu en skemmtileg er hún.

Comments