Bakkaá og Gríshólsá sumarið 2010
- Þorkell Daníel Jónsson
- Sep 29, 2010
- 1 min read
Síðasta veiðiferðin


Eins og undanfarin ár áttum við tíu veiðidaga í ánum sumarið 2010. Fyrstu dagarnir voru 12. og 13. júlí og þeir síðustu 28. og 29. september. Annars var þetta sumar markað bílaveseni því okkar annars ágæti Landrover hefur ekki verið traustur í sumar. Hann meira að segja bilaði í Kjósinni þegar við ætluðum vestur á Snæfellsnes að veiða á veiðidögunum okkar 7. – 9. september og við urðum að snúa við. Annars fer litlum sögum af veiðinni okkar í ánum í sumar enda nýttum við dagana okkar ekki vel.
Við höfum farið margar ferðirnar í Bakkaá og Gríshólsá undanfarin fimm árin eða þann tíma sem Veiðifélagið Foss leigði þær. Við kvöddum árnar endanlega þann 29. september með því að landa einum fjögurra punda urriða og einum sjóbirting. Að sjálfsögðu tóku þeir báðir í Laxabakka eins og flestir fiskarnir sem veiðast í ánum.

Comentários