Arnarvatnsheiði 16. júní 2007 og júlí 2008
- Þorkell Daníel Jónsson
- Jul 4, 2007
- 1 min read
Allt er þegar þrennt er.

Ferð tvö á Arnarvatnsheiðina var farin með Magnúsi mági. Við vorum frekar snemma á ferðinni og sennilega of snemma. Við héldum að silungurinn væri farin á hreyfingu um miðjan júní en það var greinilega ekki svo. Við urðum ekki varir og ég sá aðeins einu sinni smásilung skjótast undan okkur þegar við gengum bakkann við Réttarvatn. Eitt var ég mjög ánægður með en það var minn breski fjallabíll. Landroverinn sýndi hvers hann er megnugur því heiðin var enn frekar blaut á köflum.
Þriðja ferðin var síðan farin árið á eftir og þá með Veiðideild smíðaklúbbsins Granda. Í báðum þessum ferðum fórum við nyrðri leiðina upp á heiðina en hún er mun greiðfærari en sú syðri. Í þessari ferð náðist einn ágætis urriði í einni af ánum en annars varð enginn var. Aldrei þessu vant þá tók ég ekki eina einustu ljósmynd í þessari ferð. Þvílíkt óstuð. Fisklaus í þremur ferðum í röð. Hugsanlega prófa ég einu sinni enn og fáist enginn fiskur í þeirri ferð segi ég að Arnarvatnsheiðin sé fullreynd.
Kommentarer