top of page
H_Brautarlaekur_agust_2020-27.jpg

ÁNÆGJULEGT AÐ ÞÚ SKYLDIR LÍTA VIÐ

Já það er ánægjulegt að þú skyldir kíkja á vefinn minn. Tilgangurinn með honum er enginn annar en sá að fullnægja löngun minni til að leika mér að orðunum. Greinarnar sem hér birtast eru svo sem ekki ætlaðar neinum sérstökum og væru sennilega best geymdar í skúffunni. En ef ske kynni að þú rækist á eitthvað gagnlegt efni hér þá er þér guðvelkomið að nýta það. Sendu mér línu ef þú vilt nýta einhverja mynd á vefnum.

Greinarnar á vefnum mínum endurspegla áhugamálin mín þannig að viðbúið er að flestar greinarnar fjalli um tónlist, veiði, ljós- eða kvikmyndun. Síðan gæti dottið í mig að skrifa eitthvað um nám og kennslu því í þeim geira liggur æfistarf mitt. Það er einnig viðbúið að einhverjar greinar fjalli um það sem við hjónin erum að brasa við hverju sinni. 

bottom of page